Jóga og gönguferðir að hausti vekja öll skilningarvitin: gullnir litir haustsins, hreina loftið og sætu bláberin. Litadýrðin minnir á mátt náttúrunnar áður en veturinn tekur yfir.
Kyrrð og ró eru að færast yfir: farfuglarnir og flestir ferðamennirnir kveðja nú Ísland. En hér kviknar annað líf af fullum krafti: ber og sveppir eru í fullum þroska, litirnir í náttúrunni glóa og fólk fer í göngur til að reka hesta og kindur af fjalli niður í dalina. Þetta er dásamlegur tími til að fá góða innsýn í daglegt líf á Íslandi.
Á sama tíma og sumarið líður undur lok og farfuglarnir fara að kveðja landið þá vakna á Íslandi nýir töfrar, töfrar lita og haustbirtunnar. Bláber og sveppir ná þroska og menn fara í göngur til að reka hesta og kindur af fjalli niður í dalina. Þetta er dásamlegur tími til að upplifa daglegt líf á landsbyggðinni og með smá heppni gætirðu náð fyrstu norðurljósum haustsins.
Sunnudagur: Komið til Akureyrar á eigin vegum
Við komuna til Akureyrar er hægt að slaka á í íbúðunum sem þið gistið í eða jafnvel er hægt að kíkja í Sundlaug Akureyrar og kíkja í heitu pottana og gufubaðið. Klukkan 17 bjóðum við ykkur í stutta ferð um bæinn svo þið getið kynnst Akureyri örlítið betur. Til að bjóða ykkur velkomin í ferðina sem framundan er hér á Íslandi bjóðum við ykkur svo á frábæran grænmetisstað í nágrenni Akureyrar.
Mánudagur: Jóga í miðjum firði
Við byrjum daginn á jógastund innandyra. Snemma síðdegis keyrum við svo eftir vesturströnd Eyjafjarðar til norðurs að ferjunni Sævari. Ferjan mun flytja okkur yfir á eyjuna Hrísey sem liggur fyrir miðjum firðinum. Gengið er að útsýnisstað á eyjunni og er hann talinn einn af orkumestu stöðum Íslands - fullkominn staður til að hvílast og njóta jógastundar. Að því loknu göngum við áfram meðfram klettabrúnum og fylgjumst með fuglalífinu í eyjunni. Þegar í bæinn er komið er farið í sundlaug með útsýni allt um kring og að lokum er kvöldmatur í eyjunni, fiskiréttur að hætti eyjabúa. Ferjan siglir svo tilbaka undir síðustu geislum sólarinnar.
Göngutími: 1.5-2 klukkustundir
Þriðjudagur: Mývatn - jóga innan um jarðhita
Við byrjum daginn á jógastund innandyra í einn og hálfan tíma. Á hádegi er lagt af stað á einn sérstakasta stað Íslands: Mývatnssveit. Hér er hægt að upplifa einstakan heim innan um eldfjallasvæði með heitum hverum, leirhverum og einstakri litasamsetningu. Fyrsti áfangastaðurinn er Goðafoss þar sem við gerum jógaæfingar á sandströnd. Stuttu síðar komum við að Mývatni. Þar skoðum við fjölbreytt landslagið með stuttum gönguferðum: grænu gígana við Skútustaði, hraunmyndanirnar í Dimmuborgum, flekaskilin og litríkan heim virka eldfjallasvæðisins við Kröflu og í Námaskarði. Að lokum er tími til að slaka á og njóta í Jarðböðunum við Mývatn, sem oft eru kölluð Bláa Lón norðursins. Þar er frábært útsýni til allra átta. Kvöldmaturinn er á kaffihúsi þar sem við njótum matar út héraði með útsýni yfir Dimmuborgir og vatnið áður en haldið er heim á ný.
Göngutími: stuttar ferðir eða 1.5 klukkustund
Miðvikudagur: Tröllaskagi
Við byrjum daginn örlítið fyrr á jógastund innandyra í einn og hálfan tíma. Síðla morguns er keyrt til norðurs að Tröllaskaga og inn í einn fegursta dal Norðurlands: Svarfaðardal. Keyrt er að bænum Skeið innst í dalnum og þaðan er gengið fallega leið upp að litlu fjallavatni. Hér gefst tækifæri til að staldra við og hvílast eða taka þátt í jógastund úti í náttúrinni. Gengið er aftur að bænum Skeið og þar tekur Myriam á móti hópnum með hefðbundnum íslenskum mat: grilluðu lambakjöti eða grænmetisrétt, sé þess óskað. Kyrrðin og róin í dalnum gefa jafnmikla orku og maturinn sem í boði er. Þegar snúið er aftur heim er tilvalið að nýta heita pottinn við íbúðina.
Göngutími: 2 klukkustundir
Fimmtudagur: Dásamlegt útsýni yfir fjörðinn
Við byrjum daginn á jógastund í einn og hálfan tíma, í yndislegu jógamiðstöðunni okkar. Eftir hádegi er farið í gönguferð í hlíðunum við Akureyri. Á leið þangað stoppum við á fallegum útsýnisstað fyrir jógastund. Þegar komið er á hæsta stað klettanna er hægt að njóta útsýnisins yfir Eyjafjörð og fjöllin allt um kring. Að lokinni lengstu gönguferð vikunnar er keyrt aftur í jógamiðstöðina okkar til að slaka á í SPA-inu okkar. Við ljúkum deginum með kvöldmat á huggulegum veitingastað á Akureyri.
Göngutími: 3 klukkustundir
Föstudagur: Jóga við fossadyn
Við byrjum daginn á síðasta jógatímanum okkar innandyra, í eina og hálfa klukkustund, og ljúkum þannig jógahringnum. Eftir örlítinn frítíma er keyrt í suðurátt til að kynnast betur nágrenni Akureyrar. Fyrsti áfangastaðurinn er foss sem er falinn í náttúrunni. Gengið er meðfram á og dáðst að fossinum ásamt því að fara yfir það sem gerst hefur í vikunni. Við jógasteininn er hægt að staldra við í síðasta sinn og gleyma stund og stað í jógastöðu. Að því loknu er farið að einu af sex síðustu torfbæjarkirkjum landsins sem veitir innsýn í líf Íslendinga gegnum aldirnar. Því næst er haldið á sveitabæ þar sem framleiddur er ís. Hér gefst tækifæri til að njóta íss í hæsta gæðaflokki sem er framleiddur á staðnum. Það gerist ekki meira beint frá býli en það. Að lokum er keyrt aftur til Akureyrar þar sem val er um að keyra þátttakendur að strætóstöðinni við Hof, að gistiheimili (ef ætlunin er að vera lengur á Akureyri) eða á flugvöllinn. Vinsamlegast bókið brottför milli 16 og 18.
Þú eyðir vikunni í íbúðum okkar á Akureyri, Perlur norðursins, við mikil þægindi. Heitur pottur er við íbúðirnar. Íbúðirnar okkar bjóða upp á tvíbýli og einbýli, ef pláss leyfir.
Ferðir
Allar ferðir eru innifaldar, til og frá strætóstöð eða flugvellinum á Akureyri, allar ferðir milli íbúða og jógamiðstöðvarinnar ásamt öllum ferðum í og úr dagskrá dagsins. Sótt er á strætóstöðina við Hof á upphafsdegi kl. 15:30, þaðan er keyrt á flugvöllinn að sækja farþegar þar um 16:30 (ákjósanlegur tími til að bóka) og kl. 18:30 fyrir fjallarútuna hjá SBA og loks kl. 20:30 aftur á flugvellinum.
Komur til Akureyrar á eigin vegum
Þátttakendur koma sér til Akureyrar á eigin vegum.
Jóga
Allar jógastundir eru kenndir af Ulricu Seiler. Daglegu jógastundirnar eru 2-3 klukkustundir í heildina og fara fram bæði innandyra og úti í náttúrunni. Vanalega er morguntíminn kenndur innandyra í jóamiðstöðinni okkar og síðdegis er kennt úti í náttúrunni, hvar sem við erum stödd á þeim tíma.
Gönguferðir
Gönguferðirnar leiða þig um fjölbreytt landslag Norðurlands. Ferðirnar eru fjölbreyttar og standa yfir frá 1 og hálfum tíma í allt að þrjá tíma og eru á færi allra. Leiðsögumaður fylgir þátttakendum í öllum ferðum.
Máltíðir
Auðvelt er að útbúa morgunmat í íbúðunum. Þátttakendur ættu að útbúa sér nesti fyrir hádegismat, þar sem ferðirnar eiga sér oft stað á þeim tíma (að undanskilinni ferðinni á Tröllaskaga, þar er hádegismatur innifalinn). Kvöldmatur er ávallt á veitingahúsi eða kaffihúsi í næsta nágrenni