Komdu og eigðu tíma með sjálfum þér í jógatímunum okkar á fimmtudagskvöldum
Komdu og eigðu tíma með sjálfum þér í jógatímunum okkar á fimmtudagskvöldum. Hér gefst einstakt tækifæri til að einblína á sjálfan sig og öðlast nýja orku fyrir líkamann. Fáðu innblástur fyrir hugann og ró fyrir sálina undir leiðsögn Ulricu Seiler sem er reynslumikill jógakennari. Jógatímarnir okkar fara fram í jóga- og vellíðunarmiðstöð okkar að Knarrarbergi og taka tímarnir mið að veðrinu hverju sinni yfir vetrartímann.