Jóga og gönguferðir - Norðurljós

Sökktu þér í töfraheim vetrarins við 66°Norður: náttúran, öll umvafin hvítu stafar frá sér kyrrð og friðsemd og víðáttumikið landslagið býður upp á endalausa möguleika í afþreyingu á meðan norðurljósin dansa á himni

Add to my   • Product ID: 25009
 • Duration:: 6 Days
 • Easy
 • Electronic voucher
 • Pickup available
Friendly cancellation & refund policy
Book online and get instant reservation confirmation
Got Questions?
Chat Live with support

Description

Sökktu þér í töfraheim vetrarins við 66°Norður: náttúran, öll umvafin hvítu stafar frá sér kyrrð og friðsemd á sama tíma og hún býður upp á endalausa möguleika í afþreyingu. Upplifðu einn rólegasta tíma ársins á Íslandi og njóttu vetrarafþreyingar. Sólin kastar geislum sínum á snævi þakið landslagið og á næturnar dansa norðurljósin á himni. Þetta er töfraheimur kyrrðar sem gefur af sér mikla orku. Í mesta kuldanum fæst mesta ánægjan úr heitu pottunum.


Naesta ferð/ retreat

 • Dagsetning 
 • 01.09. - 06.09.2019
 • 22.03 - 27.03.2020
 • 13.09 - 18.09.2020

Verð

 • Tvíbýli: 1530 evrur
 • Einbýli: 1810 evrur
 • Tryggðu þér pláss með staðfestingargjaldi,  600 evrur


Dagskrà

Sunnudagur: Komið til Akureyrar á eigin vegum

Við komuna til Akureyrar er hægt að slaka á í íbúðunum sem þið gistið í eða jafnvel er hægt að kíkja í Sundlaug Akureyrar og kíkja í heitu pottana og gufubaðið. Klukkan 17 bjóðum við ykkur í stutta ferð um bæinn svo þið getið kynnst Akureyri örlítið betur. Til að bjóða ykkur velkomin í ferðina sem framundan er hér á Íslandi bjóðum við ykkur svo á retro veitingastað á Akureyri.


Mánudagur : Kraftur sleðahundanna

Við byrjum daginn á jógastund í nýju jóga- og SPA-miðstöðinni okkar. Að því loknu er hádegismatur á retro kaffihúsi/veitingastað á Akureyri. Eftir hádegi gefst tækifæri til að kynnast husky hundunum okkar og prófa sleðahundaferð. Allir verða að prófa og fyrir suma verður þetta ógleymanleg lífsreynsla. Að loknum sleðaferðum og tíma með hundunum er farið í vellíðunarstofuna okkar til slökunar.

 • Jóga: 2 tímar
 • Sleðahundaferð

Þriðjudagur: Tröllaskagi

Við byrjum daginn örlítið fyrr á jógastund innandyra í einn og hálfan tíma. Síðla morguns er keyrt til norðurs að Tröllaskaga og inn í einn fegursta dal Norðurlands: Svarfaðardal. Keyrt er að bænum Skeið innst í dalnum. Á þessum tíma árs er dalurinn yfirleitt í þykkum vetrarskrúða og fjöllin líta út fyrir að vera þakin rjóma. Farið er um dalinn á snjóþrúgum upp að litlu fjallavatni. Hér stundum við ef til vill örlítið jóga eða njótum einfaldlega kyrrðarinnar innan um stórfengleg fjöllin. Við komuna aftur að Skeið tekur Myriam á móti hópnum í hlöðunni sinni sem hún hefur gert upp. Þar er í boði hádegismatur, lambakjöt og annar matur úr héraði (grænmetisréttur í boði, sé þess óskað). Kyrrðin og róin í dalnum gefa jafnmikla orku og maturinn sem í boði er. Þegar snúið er aftur heim er tilvalið að nýta heita pottinn við íbúðina

 • Jóga: 2 klukkustundir
 • Ferð á snjóþrúgum: 2 klukkustundir


Miðvikudagur: Jóga innan um jarðhita

Við byrjum daginn á jógastund í jógamiðstöðinni okkar og borðum svo hádegismat á Akureyri. Að honum loknum er lagt af stað á einn sérstakasta stað Íslands: Mývatnssveit.  Hér er hægt að upplifa einstakan heim innan um eldfjallasvæði með heitum hverum, leirhverum og einstakri litasamsetningu. Fyrsti áfangastaðurinn er Goðafoss sem á þessum tíma er að hluta til í klakaböndum. Stuttu síðar komum við að Mývatni. Þar skoðum við fjölbreytt landslagið með stuttum gönguferðum: gígana við Skútustaði, hraunmyndanirnar í Dimmuborgum, flekaskilin og litríkan heim virka eldfjallasvæðisins við Kröflu og í Námaskarði. Að lokum er tími til að slaka á og njóta í Jarðböðunum við Mývatn, sem oft eru kölluð Bláa Lón norðursins. Þar er frábært útsýni til allra átta. Ef hitastigið er rétt og himinninn heiðskýr er möguleiki á að við njótum norðurljósanna á leiðinni heim aftur til Akureyrar.

 • Jóga: 2 klukkustundir
 • Gönguferð: 1 klukkustund


Fimmtudagur: Jóga á eyjunni - kraftmikill staður!

Við byrjum daginn á jógastund í jógamiðstöðinni okkar. Hádegismatur verður á retro kaffihúsinu/veitingastaðnum á Akureyri og að honum loknum er haldið af stað í ævintýri dagsins. Snemma síðdegis keyrum við eftir vesturströnd Eyjafjarðar til norðurs að ferjunni Sævari. Ferjan mun flytja okkur yfir á eyjuna Hrísey sem liggur fyrir miðjum firðinum. Gengið er að útsýnisstað á eyjunni og er hann talinn einn af orkumestu stöðum Íslands - fullkominn staður til að hvílast og njóta jógastundar. Að því loknu er gengið á snjóþrúgum áfram meðfram klettabrúnum þar sem sjórinn lemur á ströndinni. Þegar í þorpið er komið er farið í sundlaug með útsýni allt um kring. Fyrir þá allra hugrökkustu er tilvalið að stökkva aðeins í sjóinn!

 • Jóga: 2 klukkustundir
 • Ferð á snjóþrúgum: 2 klukkustundir

Föstudagur:  kveðjustund með dásamlegu útsýni

Við byrjum daginn á jógastund í jógamiðstöðinni okkar. Að loknum hádegisverði, súpu í jógamiðstöðinni er lagt af stað í síðustu gönguna á snjóþrúgum. Gengið er frá jógamiðstöðinni og hægt og sígandi hækkum við okkur upp austurhlið fjarðarins þar til við loks sjáum yfir allan Eyjafjörð: fullkominn staður til að kveðja Norðurland. Að því loknum er farið inn til Akureyrar þar sem hægt er að njóta bæjarins áður en þátttakendur halda áfram heimleiðis.

 • Jóga: 2 klukkustundir
 • Ferð á snjóþrúgum: 2-3 klukkustundir

Attention points

Hópurinn

Hámark 15 manns

Gisting

Þú eyðir vikunni í íbúðum okkar á Akureyri, Perlur norðursins, við mikil þægindi. Heitur pottur er við íbúðirnar. Íbúðirnar okkar bjóða upp á tvíbýli og einbýli, ef pláss leyfir.

Jóga

Allar jógastundir eru kenndir af Ulricu Seiler. Daglegu jógastundirnar eru 2-3 klukkustundir í heildina og fara fram í jógamiðstöðinni okkar. Ef veðrið er gott fer hluti jógastundanna fram úti í náttúrunni í ferðunum. (jógastund útandyra er 20-30 mínútur)

Snjóþrúguferðir

Snjóþrúguferðirnar leiða þig um fjölbreytt landslag norðurhluta Íslands. Lengd ferðanna er frá 1 upp í 3 klukkustundir og á færi allra. Leiðsögumaður fylgir þátttakendum í öllum ferðum.

Máltíðir

Auðvelt er að útbúa morgunmat í íbúðunum. Þátttakendur ættu að útbúa sér nesti fyrir hádegismat þann dag sem farið er að Mývatni. Að undanskildum deginum sem komið er til Akureyrar og deginum að Mývatni útbúa þátttakendur sínar eigin máltíðir í íbúðunum eða njóta þess að borða á veitingastöðum nálægt íbúðinni.

Ferðir

Allar ferðir eru innifaldar, ferðir til og frá strætóstöð eða flugvellinum á Akureyri, allar ferðir milli íbúða og jógamiðstöðvarinnar ásamt öllum ferðum í og úr dagskrá dagsins. Sótt er á strætóstöðina við Hof á upphafsdegi og á flugvöllinn um 15:45 (ákjósanlegur tími til að bóka) og aftur á flugvöllinn kl. 19:40.

What’s included

 • Tveir daglegir jógatímar: jógastund á morgnana í nútímalegu jógamiðstöðinni okkar og ef veður leyfir, styttri jógastund seinnipartinn úti í náttúrunni
   • Gisting í 5 nætur (í tvíbýli eða einbýli, gegn aukagjaldi) í nútímalegum og heillandi íbúðum, í göngufjarlægð frá fallegustu hverfum Akureyrar. Íbúðirnar eru með heitum potti í garðinum til afnota.
   • Ferð út í Hrísey, perlu norðursins, með leiðsögumanni. Innifalið er miði í ferjuna ásamt aðgangi að sundlauginni.
   • Ferð að Mývatni með leiðsögumanni, innifalinn er aðgangur að Jarðböðunum
   • Ferð um Tröllaskaga með leiðsögumanni
   • Ferð að Goðafossi
   • Sleðahundaferð
   • Handklæði og lín
   • Heitur pottur við íbúðir
   • Aðgengi í SPA svæði jógamiðstöðvarinnar einu sinni, með handklæðum (gufa, spa, vellíðunarstofa, heitur pottur utandyra, te og vatn
   • Allar ferðir innan Akureyrar samkvæmt dagskrá (ferðir til og frá flugvellinum á Akureyri)
   • Allar hádegismáltíðir, með möguleika á grænmetisfæði/vegan fæði (drykkir ekki innifaldir
   • Kvöldmatur á komudegi
   kr 45,000 6 Days , Easy

   Check availability

   Date of Travel

   We accept these major credit cards.

   Cards we Accept

   • No booking fees or any hidden cost.
   • Instant booking directly from supplier.
   • Best price guarantee!

   This site uses a GlobalSign SSL Certificate to secure your personal information.