Njóttu þessu að eiga stund með sjálfum þér. Nudd, nálastungur og SPA.
Vellíðunarmiðstöð okkar að Knarrarbergi rétt utan Akureyrar, býður upp á slökun í fullkominni ró og næði. Í stöðinni er að finna finnska gufu, heitan pott og þægilega vellíðunarstofu með legubekkjum. Þú nýtur róandi áhrifa nuddsins víðar um líkamann en einungis á þeim stað sem nuddað er. Þú nærir líkama og sál í heild sinni á jákvæðan hátt gegnum heilandi strokur nuddsins.
La Stone Massage
Þessi meðferð á rætur að rekja til frumbyggja Norður Ameríku. Steinarnir voru taldir gjöf frá móður jörð og voru þeir notaðir til líkamlegrar- og andlegrar heilunar. Í heitsteinanuddi í Knarrarbergi er nuddað með heitum steinum frá Hawaii og Snæfellsnesi. Meðferðin er einstaklega góð við vöðvabólgu, gigt og stirðleika og fleiri kvillum.
Nudd Massage
Í klassísku nuddi/ slökunarnuddi/íþróttanuddi er leitast við að mýkja vöðva, örva blóðflæði sem hjálpar líkamanum að slaka á og endurnýja orkuna sína. Nudd er djúpt og slakandi þar sem líkaminn er nuddaður upp úr vönduðum olíum sem róar líkama og sál í annríki hversdagsins.
Abhyanga
Abhyanga, indverskt olíunudd, á rætur að rekja til Ayurveda náttúrulækninga þar sem unnið er með heita olíu. Meðferðin er einstaklega góð fyrir liðamót, hún nærir vef og jafnar almennt líkamann. Abhyanga hjálpar einnig til við að laga þurrt hár og þurra húð.
Nálastungur
Nálastungur gagnast við margs konar verkjum og kvillum, leiðrétta ójafnvægi sem hefur myndast og kenna líkamanum að verða heilbrigður aftur. Yfirleitt lagast fleira í meðferðinni heldur en vandamálið sem upphaflega var unnið með. Oft sefur fólk betur, verður orkumeira og almenn líðan verður betri.
Næringaráðgjöf
Næringarráðgjöf er til þess að efla þekkingu um næringu og hollt mataræði og hjálpa fólki að festa í sessi jákvæðar breytingar á þessu sviði. Næringarráðgjöf er sérsniðin fyrir hvern og einn.